
Fjarvinnuaðstaða á Spáni
Þjónusta sem sameinar fjarvinnu og frí fyrir íslenskt fagfólk. Býður upp á lausnir sem gera fólki kleift að vinna í breyttu umhverfi á meðan fjölskyldan hefur allt sem þarf. Fullbúin gistiúrræði við Alicante og Orihuela Costa á Spáni, sérstaklega hönnuð fyrir fjarvinnu, fyrir einstaklinga, fjölskyldur og vinnuhópa.
Viltu verða þjónustuaðili hjá Vinnufrí?
Ert þú að leigja út eign á Spáni?
Vinnufrí er í stöðugri leit að þjónustuaðilum sem vilja taka þátt í að bjóða upp á einstaka upplifun fyrir íslenskt fagfólk sem sameinar vinnu og frí. Sem dæmi: Verkstjórnun, þjónustustjóri, akstur, þrif, vöktun, vökva blómin, passa upp á gæludýrin, setja upp vinnuaðstöður eða veita leiðsögn. Væri gaman að heyra frá þér!
Áttu fasteign á Spáni og viltu auka virði hennar með því að nýta Vinnufrí þjónustuna? Með því að bjóða upp á vinnuaðstöðu og fjölskylduvæna þjónustu getum við laðað að fleiri leigutaka sem leita að hágæða gistingu - sérstaklega í off-season.
FJÖLSKYLDUVÆNT
Góð upplifun, góð vinnuaðstaða
Augljós ávinningur
Betra Vinnu- og einkalífsjafnvægi
Aukin framleiðni
Með Vinnufrí getur einstaklingur nýtt sér vinnuaðstöðu í fallegu umhverfi á Spáni á meðan hann nýtur frítíma. Þetta eykur jafnvægi milli vinnu og einkalífs og dregur úr streitu.
Nýtt umhverfi og breytt vinnuaðstaða geta aukið sköpunargáfu og framleiðni. Hágæða vinnuaðstaða með háhraða interneti, stórum skjám og þægilegum stólum gerir vinnuna skilvirkari.
Menningarleg auðgun
Heilsa og vellíðan
Að búa og vinna á Spáni veitir tækifæri til að kynnast nýrri menningu, læra spænsku og upplifa staðbundna siði og venjur. Þetta eykur víðsýni og persónulegan þroska.
Aðgengi að heilsutengdum afþreyingum eins og golfi, hjólreiðum og gönguleiðum stuðlar að betri líkamlegri og andlegri heilsu.
Sterkari teymi og ánægðir starfsmenn
Fjölskylduvæn upplifum
Vinnufrí skapar tækifæri fyrir teymi að vinna saman í nýju og afslöppuðu umhverfi, sem styrkir tengsl og liðsheild. Sameiginleg vinnuaðstaða og fundarherbergi auka samvinnu og sköpunargáfu. Breytt umhverfi hjálpar til við að endurnýja hugmyndir og auka stefnumótandi hugsun. Teymi getur unnið að langtímaplönum á meðan þau njóta útiveru og afþreyingar.
Vinnufrí gerir fjölskyldum kleift að njóta samverustunda á fallegum stöðum á meðan einn eða fleiri fjölskyldumeðlimir vinna. Þetta styrkir fjölskyldutengsl og skapar ógleymanlegar minningar. Leiga á stólum, kerrum og barnabúnaði, sem og flutningsþjónusta til og frá flugvelli gerir ferðalög auðveldari og þægilegri fyrir fjölskyldur.
Þjónustan
Vinnufrí stendur fyrir að geta lifað sínu lífi en skipt um umhverfi. Farið í sól og fengið allt sem þú hefðir heima fyrir svo sem vinnuaðstöðu, fullbúna íbúð eða hús og allt fyrir börnin. Við viljum minnka stressið og hjálpa fólki að eiga góða upplifun og minningar.
- Gistiúrræði: Fullbúnar íbúðir og hús með háhraða interneti og þægilegri vinnuaðstöðu.
- Samvinnurými: Aðgangur að sameiginlegum vinnurýmum og fundarherbergjum í nágrenninu fyrir teymisvinnu og fundi.
- Fjölskylduþjónusta: Leiga á barnabúnaði, kerrum, hjólum, leiðsögn fyrir afþreyingu og veitingastaði, ferskar matvörur við komu, og akstur til og frá flugvelli með góða bílstóla.
- Eignaumsjón: Aðstoð við að hreinsa og/eða leigja út íbúðir á Íslandi fyrir þá sem dvelja lengri tíma erlendis. Umsjón með eignum á Spáni sem viðbót við útleiguþjónustu hjá Vinnufrí.

Dæmi um aðstæður

Áhugamál og vinna
Hjón vilja sameina afslappandi frí, áhugamál og fjarvinnu. Þau eru áhugasöm um golf.
- Þau dvelja í lúxus eign í grend við þrjá glæsilega golfvelli á Costa Blanca svæðinu. Heimilið inniheldur tvær vinnuaðstöður, skrifstofu, VPN og háhraða internet.
- Oft í golf og út að borða án þess að þurfa að fórna afköstum og "viðveru" í vinnunni heima.
- Kyrrlátur staður hjálpar til við endurnæringu, sem eykur framleiðni og slökun.

Fjölskyldufrí með vinnu
Fagaðili í fjarvinnu ferðast með fjölskyldu sinni, þar á meðal börnum og ömmu þeirra, í leit að endurnæringu og njóta annarrar menningar.
- Fjölskylduvæn eign með sérstöku vinnusvæði, nálægt barnvænum svæðum.
- Öll fjölskyldan upplifir nýja menningu á meðan daglegum skyldum er enn sinnt.
- Aðili í fjarvinnu viðheldur framleiðni með faglegu vinnusvæði og sveigjanlegum vinnutíma, en upplifir betra jafnvægi milli vinnu- og einkalífs.

Foreldrar í fæðingarorlofi
Foreldrar ákveða að eyða hluta af fæðingarorlofi sínu á Spáni, nýta sér fjarvinnugetu og gætu leigt út heimilið sitt á meðan.
- Róleg, kyrrlátt eign með nauðsynjum fyrir ungabörn, nálægt heilbrigðisþjónustu.
- Komast í nýtt umhverfi og geta auðveldlega farið út að labba meðan barnið er í kerru.
- Fjárhagslegur ávinningur: Engin viðbótar fjárhagsleg byrði vegna tekna frá útleigu eigin heimilis.

Off-site vinnuhópur
Fimm aðilar á sama vinnustað fara á vegum fyrirtækis í viku vinnuferð og nýta tækifæri til að taka fjölskylduna með.
- Aukin liðsheild: Vinna saman í nýju umhverfi styrkir sambönd og eflir liðsanda sem berst yfir í vinnuumhverfi.
- Stefnumótandi endurnýjun: Breyting á umhverfi kveikir í sköpunargáfu og nýjum hugmyndum, sem styður við stefnumótun og nýsköpun.
- Starfsánægja og tryggð: Að bjóða upp á off-site vinnufrí þar sem fjölskyldan fær að njóta eykur starfsánægju og tryggð meðal teymismeðlima.

Heimsókn til Ömmu+Afa
Par með tvö börn njóta sólarinnar á Spáni á meðan þau eru tiltæk fyrir vinnufundi.
- Þau geta viðhaldið vinnu sinni á sama tíma og börnin njóta þess að eyða deginum með ömmu og afa.
- Börnin geta lært að hjóla, synda og búa til sandkastala.
- Um 1% Íslendinga á svæðinu að jafnaði yfir árið.
Skráðu þig fyrir tilboð og fréttir
Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar við fjölgum eignum, skráum ný tilboð og bætum við í þjónustuframboðið okkar.

Copyright © 2024. All rights reserved.